Rafræn skilríki frá Póllandi tekin gild

Ólafur Páll Einarsson, framkvæmdastjóri Dokobit á Íslandi.
Ólafur Páll Einarsson, framkvæmdastjóri Dokobit á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

Hugbúnaðarfyrirtækið Dokobit styður nú rafræn skilríki frá Póllandi og getur þar með fengið fullgildar rafrænar undirskriftir frá Póllandi. Þetta kemur til með að breyta samstarfi á milli Íslands og Póllands en Pólverjar eru langstærsti innflytjendahópurinn hér á landi og telja rúm 20 þúsund manns. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá hugbúnaðarfyrirtækinu.

Vaxandi áhersla er á rafrænar þjónustur hér á landi. Hingað til hefur verið áskorun fyrir Pólverja hérlendis að útvega sér íslenska kennitölu og rafræn skilríki frá Auðkenni til þess að geta sótt sér ýmsa þjónustu.

Ólafur Páll Einarsson, framkvæmdastjóri Dokobit á Íslandi, segir áhrif þessa á bæði Pólverja hér á Íslandi og íslensk fyrirtæki sem vinna með Pólverjum vera margþætt.

Ljósmynd/Skjáskot Dokobit

„Það er mikilvægt að sýna þessum stóra hópi betri stuðning og greiða aðgengi hans að ýmiss konar þjónustu sem hann þarf að sækja á Íslandi. Umfram pólsk rafræn skilríki styður Dokobit skilríki frá öllum norðurlöndunum, Litháen og fleiri löndum sem þýðir að fyrirtæki og stofnanir geta gert rafrænu ferlin sín aðgengileg mun fleiri en þeim sem hafa rafræn skilríki frá Auðkenni. Þannig geti fólk til að mynda skrifað undir ráðningasamninga rafrænt, áður en það flytur til landsins,“ segir Ólafur í tilkynningu.

Ólafur segir að sömuleiðis sé hægt að safna löglegum undirskriftum og skrifa undir samninga við fólk eftir að það flytur aftur til Póllands og að undirskriftirnar frá Póllandi séu fullgildar rafrænar undirskriftir sem hafa sömu réttaráhrif og þær íslensku samkvæmt lögum.

Hann segir stéttarfélög hafa spurt talsvert um þennan kost því ekki sé óalgengt að þau þurfi að fylgja málum eftir fyrir félagsmenn sem fluttir eru úr landi og ekki lengur með rafræn skilríki frá Auðkenni.

„Í því tilfelli getur fólk ekki auðveldlega auðkennt sig til að fylgjast með stöðu sinna mála, sent fylgigögn á öruggan hátt eða undirritað skjöl, t.d. til að veita umboð til gagnaöflunar,“ segir Ólafur enn fremur. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK