Alvotech seldi hlutabréf fyrir 19,5 milljarða

Alvotech.
Alvotech.

Alvotech hefur gengið frá sölu hlutabréfa fyrir um 19,5 milljarða króna með sölu almennra hlutabréfa í félaginu í lokuðu útboði, á genginu 1.650 krónur á hlut. 

Hlutabréfin voru seldi til hóps innlendra fagfjárfesta og viðurkenndra gagnaðila í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2014/65.

Kaupendur munu fá afhent áður útgefin hlutabréf sem eru í eigu Alvotech í gegnum dótturfélagið Alvotech Manco ehf, að því er kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Hlutafjárútboðið hófst 19. janúar og lauk í gær. Gert er ráð fyrir að uppgjör viðskiptanna og afhending bréfa fari fram 10. febrúar. Alvotech hyggst nota söluandvirði hlutabréfanna í almennan rekstur og til annarra þarfa félagsins. Ráðgjafar Alvotech í útboðinu voru Landsbankinn og ACRO verðbréf.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK