Alvotech fær markaðsleyfi í Sádi-Arabíu

Róbert Wessman, forstjóri og stofnandi Alvotech.
Róbert Wessman, forstjóri og stofnandi Alvotech. Ljósmynd/Aðsend

Lyfjafyrirtækið Alvotech og Bioventure, dótturfyrirtæki GlobalOne Healthcare Holding LLC, heilbrigðissviðs YAS Holding LLC, hafa tilkynnt að lyfja- og matvælaeftirlit Sádi-Arabíu (SFDA) hafi veitt leyfi til framleiðslu og sölu á AVT02, líftæknilyfjahliðstæðu við Humira® (adalimumab).

Lyfið er nýtt til meðferðar við liðagigt og öðrum bólgusjúkdómum. AVT02-líftæknilyfjahliðstæðan verður markaðssett undir heitinu Simlandi í Sádi-Arabíu, að því er segir í tilkynningu.

Frumlyfið það mest selda í heimi

 Frumlyfið Humira (adalimumab) er mest selda lyf í heimi, að bóluefnunum gegn kórónuveirunni undanskildum. Nema heildartekjur af sölu þess meira en 3.000 milljörðum íslenskra króna á ári, samkvæmt síðustu birtu uppgjörsgögnum frá framleiðanda frumlyfsins.

Líftæknilyfjahliðstæður hafa sömu klínísku virkni og líftæknilyf sem þegar eru á markaði, en eru hagkvæmari kostur fyrir sjúklinga en frumlyfin, segir í tilkynningunni.

„Með samþykki SFDA á Simlandi er mikilvægum áfanga náð fyrir sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk í Sádi-Arabíu. Við erum stolt af því að starfa með Alvotech, sem hefur sama markmið og við, að draga úr kostnaði við heilbrigðisþjónustu og að bæta lífsgæði sjúklinga. Við hlökkum til að koma þessu mikilvæga meðferðarúrræði á markað í Sádi-Arabíu og öðrum lykilmörkuðum í Miðausturlöndum og Norður-Afríku,“ segir Ashraf Radwan, forstjóri GlobalOne Healthcare Holding, í tilkynningunni.

Róbert Wessman, stofnandi, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech, bætir við:

„Markaðsleyfi í Sádi-Arabíu færir okkur skrefi nær því markmiði Alvotech að auka aðgengi sjúklinga um allan heim að hagkvæmari líftæknilyfjum. Líftæknilyfjahliðstæður draga úr þrýstingi vegna hækkandi kostnaðar sem öll heilbrigðiskerfi verða fyrir. Áhrifanna mun ekki síst gæta þar sem framboð af líftæknilyfjum hefur verið hve minnst og lyfin of dýr,“ segir hann.  

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK