Engar tímaskýrslur með reikningum

Steinar Þór Guðgeirsson lögmaður hefur í gegnum lögmannsstofu sína starfað …
Steinar Þór Guðgeirsson lögmaður hefur í gegnum lögmannsstofu sína starfað mikið fyrir fjármálaráðuneytið, Lindarhvol og Seðlabankann á liðnum árum og haft af því góðar tekjur. mbl.is/RAX

Fjármála- og efnahagsmálaráðuneytinu var – þrátt fyrir mótmæli – gert skylt, samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál, að afhenda félaginu Frigus II ehf. reikninga frá lögmannsstofunni Íslögum ehf. án þess að afmáðar væru upplýsingar um tímagjald, tímafjölda og það tímabil sem vinna Íslaga fór fram.

Ráðuneytið hafði, eftir ítrekaðar beiðnir, áður látið gögnin af hendi en þá var búið að afmá umræddar upplýsingar. Þegar ráðuneytið afhenti reikningana aftur, þá með tímagjaldi og tímafjölda, var þó búið að afmá upplýsingar um tímabilið sem vinna Íslaga fór fram.

Samkvæmt gögnum sem ViðskiptaMogginn hefur undir höndum hefur úrskurðarnefndin staðfest að afhending ráðuneytisins á gögnunum samræmist ekki úrskurði hennar.

Í þeim samskiptum sem úrskurðarnefndin átti við ráðuneytið kemur einnig í ljós að engar tímaskýrslur fylgdu reikningunum, en þar eru tilgreindir um 460 seldir tímar.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK