Varan tilbúin þegar Rússar réðust inn

Telma Garðarsdóttir og Birgir Örn Birgisson reka barnafataverslun á Laugavegi. …
Telma Garðarsdóttir og Birgir Örn Birgisson reka barnafataverslun á Laugavegi. Stríðið kom þeim í opna skjöldu Hákon Pálsson

Íslenska barnafatafyrirtækið Mói selur eigin hönnun um allan heim og rekur barnafataverslun við Laugaveg 40 í Reykjavík. Hurð skall nærri hælum þegar vorlínan 2022 rétt slapp úr landi í Úkraínu eftir að Rússar réðust inn. Framleiðslufyrirtæki Móa er til húsa skammt frá borginni Lviv.

Saga Móa hófst í Árósum í Danmörku fyrir tólf árum eins og Birgir Örn Birgisson útskýrir í samtali við ViðskiptaMoggann. Þar voru hann eiginkona hans Telma Garðarsdóttir við nám. Hún í arkitektúr en hann í markaðsfræði.

„Ég vann að lokaritgerð um umboðssölufyrirtæki sem leiddi til þess að ég stofnaði fyrirtæki úti í Danmörku. Mói er afsprengi þess verkefnis. Telma datt svo inn í þetta með mér síðar,“ segir Birgir spurður um aðdragandann að stofnun Móa. „Henni leist ekki nógu vel á að ég færi að hanna barnaföt. Hún tók því þann bolta,“ segir Birgir og hlær.

Mótuðu í fæðingarorlofi

Hann segir að þau hjónin hafi á þessum tíma átt von á sínu þriðja barni. Í fæðingarorlofinu hafi þau byrjað að móta starfsemi félagsins.

„Við vörðum einu til tveimur árum í að finna framleiðanda og réttu útfærsluna. Það erfiðasta í þessum bransa er að finna góðan framleiðanda.“

Að lokum fannst einn góður í Portúgal. „Við unnum með þeim í sex ár,“ segir hann.

Birgir segir að tískubransinn gangi út á sumar- og vorlínu annars vegar og haust- og vetrarlínu hins vegar. Hann segir að mjög vel hafi gengið í Portúgal þar til eigendaskipti urðu á framleiðslufyrirtækinu.

„Við ákváðum þá að leita að enn betri verksmiðju og fundum hana í Úkraínu. Sá aðili framleiðir fyrir mörg vel þekkt tískumerki.“

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK