Vill sjá lífeyrissjóði fjárfesta meira innanlands

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segist vilja sjá lífeyrissjóðina fjárfesta í ríkari mæli innanlands.

Þetta segir Lilja Dögg í viðtali við Dagmál hér á mbl.is. Í þættinum er vikið að stöðu lífeyrissjóðanna og hlutverki þeirra í íslensku hagkerfi.

Lilja Dögg tekur fram í þættinum að Íslendingar séu með eitt best fjármagnaða lífeyrissjóðakerfi í veröldinni og að hún myndi vilja sjá það endurspeglast betur í lánshæfi ríkissjóðs. Hún vitnar þó til þess að það hafi verið mikill titringur á gjaldeyrismarkaði og mikið útflæði á gjaldeyri frá landinu.

„Þegar vel gengur og það er mikið innstreymi af gjaldeyri, þá er það auðvitað jákvætt að lífeyrissjóðir séu að fjárfesta erlendis. En þegar það er mikið útstreymi, við finnum að krónan er að veikjast og bankarnir hafa verið í ákveðnum erfiðleikum með að fjármagna sig – þó það sé orðið betra núna – þá finnst manni þetta vera stórar fjárhæðir,“ segir Lilja Dögg aðspurð um það hvort að það sé galli að lífeyrissjóðirnir fari með fjármagn úr landi.

„Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort að lífeyrissjóðirnir ættu að fjárfesta meira í innviðauppbyggingu, taka meiri þátt í nýsköpun og rannsóknum,“ segir Lilja Dögg. Hún tekur þó fram að sjóðirnir hafi skuldbindingar erlendis og það þurfi að vera jafnvægi á áhættudreifingu.

Hér fyrir ofan má sjá ummæli Lilju Daggar um lífeyrissjóðina og fjárfestingar þeirra. Í þættinum er almennt rætt um stöðuna í hagkerfinu og horfurnar fram undan, um orkumál, mögulegar breytingar á vinnumarkaði, stöðu ríkissjóðs og margt fleira.

Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK