Einblína á orkumál

Ari Fenger, formaður Viðskiptaráðs, á Viðskiptaþingi í fyrra
Ari Fenger, formaður Viðskiptaráðs, á Viðskiptaþingi í fyrra Kristinn Magnússon

Viðskiptaráð Íslands mun halda sitt árlega Viðskiptaþing í næstu viku. Einblínt verður á orkumál en í kynningu kemur fram að ýmsar vísbendingar séu um að Íslendingar hafi sofnað á verðinum í orkumálum.

Eftirspurn eftir raforku sé mun meiri en framboðið og því verði fjölmörg góð verkefni ekki að veruleika.

Í kynningu á þinginu kemur fram að leitast verði við að varpa ljósi á tækifæri til orkunýtingar og leiðir til að yfirstíga hindranir með það að markmiði að skapa nauðsynleg verðmæti fyrir samfélagið allt.

Meðal umfjöllunarefna eru tengsl orkuframboðs og lífsgæða, orkuöryggi og byggðamál, nýsköpun og bætt nýting, sem og samkeppnisstaða á orkumarkaði. Aðalræðumaður þingsins er dr. Paul Turner, forstjóri Hecate Wind. Hann mun fjalla um möguleika Íslands á að nýta vindorku á hafi úti.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK