Rökrétt skref að kanna samruna við Íslandsbanka

Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka.
Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka.

„Við höfum náð miklum árangri, meðal annars með því að sameina fjármálafyrirtæki. Það er því rökrétt skref að kanna hvort samruni við Íslandsbanka sé skynsamlegur,“ segir Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku, í samtali við Morgunblaðið. Kvika óskaði í gær eftir því við stjórn Íslandsbanka að hefja samrunaviðræður milli félaganna.

Marinó Örn segir að samruni Kviku og TM hafi gengið vel og þeim markmiðum sem sett voru við samrunann hafi flestum verið náð.

„Með því að stækka enn frekar, til dæmis með sameiningu við Íslandsbanka, tel ég að enn frekari tækifæri komi í ljós. Ég vona að stjórn Íslandsbanka deili þessari sýn okkar og taki ósk okkar um viðræður vel,“ segir hann. Stjórn Íslandsbanka svarar erindinu á næstu dögum. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK