Valur Hrafn ráðinn tæknistjóri

Valur Hrafn nýr tæknistjóri.
Valur Hrafn nýr tæknistjóri. Ljósmynd/Aðsend

Valur Hrafn Einarsson er nýr tæknistjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Stokki Software. Valur hefur lokið B.Sc gráðu í hugbúnaðarþróun frá Háskólanum í Reykjavík og í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að hann hafi víðtæka reynslu úr tæknigeiranum.

Frá árinu 2018 stýrði hann vefþróunardeild Sýnar en meðal verkefna voru þróun á tækniumhverfi fyrir Vísi, sjónvarpsappi Stöðvar 2 og útvarspöppum Sýnar.

„Reynsla Vals mun styrkja Stokk Software í sinni vegferð og hann kemur með verðmæta þekkingu á öllum sviðum starfsemi okkar. Það er mikil eftirspurn á stafrænum lausnum og stafræn þróun fyrirtækja í hámarki svo við erum spennt að fá Val til okkar til að leiða tækniþróun fyrirtækisins áfram,“ er haft eftir Árdísí Björk Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Stokks. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK