Gerðu hlaðvarpsþátt um samanburð SKE á sósutegundum

Mikið tap hefur verið af rekstri Gunnars ehf. á liðnum …
Mikið tap hefur verið af rekstri Gunnars ehf. á liðnum árum.

Samkeppniseftirlitið (SKE) tók sem kunnugt er ákvörðun um að ógilda í síðustu viku samruna Kaupfélags Skagfirðinga (KS) og Gunnars ehf. Síðastliðið vor var tilkynnt um kaup KS á Gunnars, sem framleiðir hið þekkta Gunnars majónes, en um níu mánuðir liðu frá því að tilkynnt var um söluna og þar til SKE kvað upp sinn úrskurð.

Nokkuð hefur verið fjallað um málið og það hefur vakið athygli margra að úrskurður SKE telur um 130 blaðsíður. Þar er meðal annars að finna ítarlegar skilgreiningar á hinum ýmsu vörum, svo sem tómatsósu, BBQ sósu, Tabasco sósu, salsa, sýrðum rjóma og guacamole svo nefndar séu nokkrar.

Brugðið er á leik með málið í nýjasta hlaðvarpsþætti Þjóðmála. Í stað þess að fá viðmælendur, líkt og venja er, var Magnús Ragnarsson leikari fenginn til að lesa upp valdan kafla úr fyrrnefndum úrskurði, Samanburður vöru- og sósutegunda, en sá kafli er um tólf blaðsíður að lengd.

„Svona afdrífaríkar ákvarðanir verða ekki til af sjálfu sér og hér í hlaðvarpi Þjóðmála teljum við fulla ástæðu til að uppfræða almenning um það hvernig ríkisstofnanir starfa, hvernig ákvarðanir eru teknar og hvað djúpa rannsóknarvinna opinberra starfsmanna liggur að baki svo veigamiklum og vel ígrunduðum ákvörðunum,“ segir í kynningu þáttarins.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SKE, sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni átta sig á því að þetta hljómaði fyndði en hagsmunir neytenda hafi þó verið í húfi. Eins og fram kemur í úrskurðinum telur SKE að samruninn hefði haft alvarlega afleiðingar fyrir samkeppni. Þá sagði Páll Gunnar málið setja mikilvægt fordæmi og að á eftir þessum samruna gætu komið aðrar matvörur „sem fólki fyndi ekki eins fyndið að fjalla um,“ eins og hann orðaði það.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþátt Þjóðmála hér að ofan en hann er einnig aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK