Entravision hefur starfsemi á Íslandi

Meta er eigandi samfélagsmiðlanna Facebook, Instagram og Whatsapp.
Meta er eigandi samfélagsmiðlanna Facebook, Instagram og Whatsapp. AFP/Lionel Bonaventure

Fyrirtækið Entravision hefur hafið starfsemi á íslenskum markaði sem vottaður sölu- og þjónustuaðili fyrir Meta, eiganda samfélagsmiðlanna Facebook, Instagram og Whatsapp.

Entravision, sem starfar á sviði auglýsinga, fjölmiðla og tækni, mun veita íslenskum auglýsendum stuðning, þjálfun og greiðsluþjónustu fyrir auglýsingar Meta í gegnum íslenskan lögaðila. Þar á meðal býður það upp á greiðslufrest.

„Við höfum unnið með Meta í langan tíma og erum spennt að hefja starfsemi með þeim á íslenskum markaði,” segir Juan Saldivar, yfirmaður hjá Entravision, í tilkynningu.

„Nú þegar Ísland bætist í hópinn verðum við orðin fulltrúar Meta í 14 löndum. Þessi viðbót gerir okkur kleift að styðja enn frekar við vaxandi stafræna markaði um allan heim með sölu- og sérfræðiþekkingu okkar. Yfir 341 þúsund íbúa á Íslandi eru nettengdir og notkun á samfélagsmiðlum er mikil. Við hlökkum til þess að skapa fleiri tækifæri til að tengja við þá með nýtingu á sérfræðiþekkingu Meta,“ segir hann.

Þóranna K. Jónsdóttir.
Þóranna K. Jónsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Þóranna leiðir starfsemi Entravision á Íslandi

Þóranna K. Jónsdóttir ráðgjafi mun leiða starfsemi Entravision hérlendis. „Það er okkur mikil ánægja að fá Þórönnu til liðs við okkur til að leiða samstarf okkar við Meta á Íslandi,” segir Saldivar. „Hún hefur yfir 20 ára reynslu af markaðsstarfi og er sérfræðingur á heimsklassa þegar kemur að stafrænu markaðsstarfi. Þekking hennar á markaðnum gerir okkur kleift að tryggja að stuðningur okkar sé sérsniðinn að íslenskum markaði.”

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK