Funduðu með Bjarna um tolla

Frá fundinum með fjármálaráðherra.
Frá fundinum með fjármálaráðherra. Ljósmynd/Félag atvinnurekenda

Fulltrúar VR, Landssambands íslenzkra verzlunarmanna, Rafiðnaðarsambandsins og Félags atvinnurekenda funduðu í gær með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra til að ræða tillögur félaganna um lækkun og niðurfellingu tolla í þágu neytenda.

Fundurinn kom í kjölfar fundar samtakanna með Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra í síðustu viku og boðuðu báðir ráðherrarnir að þeir myndu í framhaldi af fundunum skoða í sameiningu hvaða möguleikar væru í stöðunni, að því er segir í tilkynningu.

Fyrir ráðherrunum hafa verið kynntar þrjár tillögur, sem allar eru byggðar á eldri tillögum Samkeppniseftirlitsins og Samráðsvettvangs um aukna hagsæld.

  • Tollar verði felldir niður af alifugla- og svínakjöti og frönskum kartöflum. Tollar falli niður af blómum sem ekki eru ræktuð á Íslandi. Tollar á t.d. túlípönum og rósum falli niður á tímabilum þegar innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn.
  • Innlendum afurðastöðvum búvöru og vinnslustöðvum í þeirra eigu verði óheimilt að bjóða í eða sækjast eftir tollkvóta fyrir innfluttar landbúnaðarafurðir, sbr. tillögur Samkeppniseftirlitsins frá 2012. Skoðaðar verði leiðir til að úthluta tollkvótum án endurgjalds, sbr. sömu tillögur.
  • Tollar á mjólkur- og undanrennudufti og smjöri falli niður, sbr. tillögur Samkeppniseftirlitsins frá 2015.
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK