LOGOS innleiðir lausn Justikal

Margrét Anna Einarsdóttir og Benedikt Egill Árnason.
Margrét Anna Einarsdóttir og Benedikt Egill Árnason.

LOGOS lögmannsstofa hefur tekið í notkun lausn hugbúnaðarfyrirtækisins Justikal ehf. sem gerir stofunni kleift að senda öll gögn til héraðsdómstóla á rafrænu formi. Lausnin eykur þar með skilvirkni við vinnslu dómsmála svo um munar, eins og segir í tilkynningu frá Justikal.

Í tilkynningunni segir að hingað til hafi gögn verið send til dómstóla á pappír en með innleiðingu nýrra laga nr. 55/2019 og með úrræðum dómstóla í heimsfaraldrinum hafi rafrænar gagnasendingar nú verið leyfðar í takt við stafvæðingu samfélagsins. „Með þessum breytingum minnkar pappírsnotkun og akstur með gögn sem skilar sér í umhverfisvænni rekstri,“ segir í tilkynningunni.

Hluti af sjálfbærnistefnu

„Þetta skref er hluti af sjálfbærnistefnu LOGOS sem mun spara tíma og auka skilvirkni starfsfólks stofunnar. Þetta er einnig hluti af því að veita framúrskarandi þjónustu. Með Justikal geta viðskiptavinir okkar í framtíðinni fylgst með framvindu sinna mála fyrir dómstólum og fengið sjálfvirkar tilkynningar um leið og einhverjar breytingar verða,“ segir Benedikt Egill Árnason, lögmaður, eigandi og framkvæmdastjóri LOGOS í tilkynningunni.

Margrét Anna Einarsdóttir framkvæmdastjóri Justikal segist í tilkynningunni vera stolt af að fá LOGOS til liðs við Justikal. „Kerfið mun gera lögmönnum LOGOS og viðskiptavinum þeirra kleift að fara nýjar og betri leiðir þegar kemur að meðferð dómsmála. Sjálfbærni og umhverfismál eru í miklum forgangi hjá okkur og því gott að finna sterkan samhljóm LOGOS með gildum okkar," segir Margrét að lokum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK