Auður hækkar vexti

Auður fylgir í fótspor síðustu vaxtahækkunar Seðlabanka Íslands.
Auður fylgir í fótspor síðustu vaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Morgunblaðið/Ómar

Auður netbanki hefur kynnt viðskiptavinum sínum að innlánsvextir muni hækka um allt að 0,5% í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabankans.

Hinn 8. febrúar síðastliðinn hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 0,50% og var það ellefta vaxtahækkun bankans í röð frá maí 2021. Á því tímabili hafa vextirnir hækkað úr 0,75% í 6,5%.

„Sú vaxtahækkun hefur áhrif á vaxtakjör á fjármálamarkaði og þá vexti sem Auður getur boðið.
Frá og með 16. febrúar 2023 hækka vextir Auðar á óverðtryggðum reikningum um allt að 0,50%. Vextir á óbundnum sparnaðarreikningi verða 6,15%. Vextir á nýjum bundnum reikningum til 3, 6 og 12 mánaða verða 6,50%, 6,65% og 6,85% á ársgrundvelli,“ segir í tilkynningu Auðar til viðskiptavina sinna.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK