Íhuga að selja skyndibitakeðjuna Subway

Subway er vinsæl skyndibitakeðja.
Subway er vinsæl skyndibitakeðja. Ljósmynd/Subway

Alþjóðlega skyndibitakeðjan Subway er að velta fyrir sér sölu eftir næstum sex áratugi í eigu sömu fjölskyldunnar.

Fyrirtækið hefur vaxið hratt í mörg ár en glímir núna við vaxandi kostnað og aukna samkeppni.

Að sögn Wall Street Journal gæti söluverðið numið meira en 10 milljörðum bandaríkjadala, eða um 1.400 milljörðum íslenskra króna.

Fjárfestingabankinn JP Morgan veitir Subway ráðgjöf um mögulega sölu. Fyrirtækið segist ekki ætla að veita frekari upplýsingar um stöðu mála, að svo stöddu.

Subway var stofnað árið 1965 sem Pete´s Submarines í bandaríska ríkinu Connecticut af hinum 17 ára Fred DeLuva og fjölskylduvininum Peter Buck. Nafnið Subway var fyrst notað árið 1972.

Innan tveggja ára höfðu þeir opnað 16 samlokustaði í ríki sínu og ákváðu í kjölfarið að selja sérleyfi á vörumerkinu. Núna eru útibúin orðin næstum 37 þúsund talsins í yfir 100 löndum.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK