Ný forgangsröðun fólks styður við flug

Forstjóri Icelandair segir kannanir benda til að fólk setji ferðalög …
Forstjóri Icelandair segir kannanir benda til að fólk setji ferðalög í meiri forgang eftir kórónuveirufaraldurinn. Ljósmynd/Icelandair

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir vísbendingar um að almenningur beggja vegna Atlantshafsins setji nú ferðalög framar í forgangsröðina en áður, í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Það eigi sinn þátt í mikilli eftirspurn eftir ferðum hjá félaginu, ekki síst í Banda­ríkjunum.

Þessi niðurstaða vekur athygli enda er nú mikið rætt um svokallaða lífskjarakreppu. Því lék ViðskiptaMogganum forvitni á að vita hvernig þessi niðurstaða er fengin og hvort Bogi Nils telji að breytingin sé varanleg.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Árni Sæberg

Hefur ekki gerst

„Við og fleiri í þessum bransa höfum svolítið verið að bíða eftir því að kostnaðarhækkanir og verðbólga fari að hafa áhrif á bókanir. Það hefur hins vegar ekki gerst, að minnsta kosti ekki enn þá, en eins og fram kom í tilkynningu hjá okkur um daginn var janúar metmánuður í sölu,“ segir Bogi Nils.

Lestu ítarlegra samtal í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK