Agnar Möller og Valgerður tilnefnd í stjórn Íslandsbanka

Agnar Tómas Möller.
Agnar Tómas Möller.

Agnar Tómas Möller, fyrrum sjóðsstjóri hjá Kviku eignastýringu, og Valgerður H. Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sensa, hafa verið tilnefnd sem nýir meðlimir í stjórn Íslandsbanka fyrir aðalfund bankans sem fer fram um miðjan mars.

Tilnefningarnefnd Íslandsbanka og valnefnd Bankasýslu ríkisins hafa kynnt tilnefningar sínar. Fyrir utan Agnar Tómas og Valgerði stefnir í að stjórnin verði óbreytt, en í henni sitja sjö manns.

Ríkissjóður fer sem kunnugt er með 42,5% hlut í bankanum. Bankasýsla ríkisins tilnefnir því þrjá stjórnarmenn. Fyrir utan Agnar Tómas, tilnefndir Bankasýslan þær Guðrúnu Þorgeirsdóttur, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá PayAnalytics ehf. (sem er einnig varaformaður stjórnar) og Önnu Þórðardóttur, sem er sjálfstætt starfandi.

Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech, sem nú situr í stjórn gefur ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetur. Hún kom ný inn í stjórn bankans á aðalfundi hans í fyrra sem fulltrúi Bankasýslunnar.

Þá er Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, tilnefnd í varastjórn. Herdís var áður varamaður í stjórn en tók sæti í stjórn bankans í október síðastliðnum, eftir að Heiðrún Jónsdóttur sagði sig úr stjórn eftir að hafa verið ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF).

Valgerður Hrund Skúladóttir.
Valgerður Hrund Skúladóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þá hefur tilnefningarnefnd Íslandsbanka tilnefnt fjóra einstaklinga í stjórn. Fyrir utan fyrrnefnda Valgerði eru það þau Finnur Árnason, fv. forstjóri Haga og nú sjálfstætt starfandi ráðgjafi (sem einnig er formaður stjórnar), Ari Daníelsson fjárfestir og Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís. Þá er Páll Grétar Steingrímsson tilnefndur sem varamaður.

Athugasemd: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að Tanya Zharov væri ekki tilnefnd í stjórn. Hið rétta er að hún gefur ekki kost á sér og hefur fréttin verið uppfærð til samræmis. Beðist er velvirðingar á þessu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK