Farga þarf 6-10 milljörðum tonna á ári

Kristinn segir að Running Tide hyggist nýta og magna upp …
Kristinn segir að Running Tide hyggist nýta og magna upp náttúrulegar leiðir hafsins til kolefnisbindingar. Árni Sæberg

Bandaríska kolefnisföngunar – og förgunarfyrirtækið Running Tide hyggst hefja tilraunafleytingar flothylkja í vor. Fyrirtækið ræktar í þessum tilgangi þörungagró á Akranesi og býr sig undir að blanda lífmassa á Grundartanga.

Kolefnisföngun og -förgun er vaxandi iðnaður á Íslandi og víðar í heiminum. Nægir þar að nefna aukin umsvif Carbfix, dótturfélags Orkuveitunnar, sem bindur kolefni varanlega í bergi og svissneska fyrirtækisins Climeworks sem starfar á Hellisheiði og fangar efnið úr andrúmsloftinu.

Running Tide er nýjasta fyrirtækið til að hasla sér völl á þessu sviði á Íslandi en það hyggst nýta og magna upp náttúrulegar leiðir hafsins til kolefnisbindingar.

Ærið verk framundan

Mikil þörf er á kolefnisförgun á stórum skala í framtíðinni eins og Kristinn Lár Hróbjartsson framkvæmdastjóri Running Tide útskýrir. Sem dæmi segi ný skýrsla IPCC, nefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, að förgunarþörfin hlaupi á 6-10 milljörðum tonna á ári. Til samanburðar náðist aðeins að farga 30 þúsund tonnum af kolefni á síðasta ári. Förgunin sé til viðbótar við stórkostlegan samdrátt í útblæstri. Því sé ærið verk fram undan.

Lestu ítarlegt samtal við Kristinn í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK