ÍMARK og Árvakur í samstarf

Magnús Magnússon, stjórnarmaður ÍMARK og markaðsstjóri Húsasmiðjunnar, og Magnús E …
Magnús Magnússon, stjórnarmaður ÍMARK og markaðsstjóri Húsasmiðjunnar, og Magnús E Kristjánsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Árvakurs, við gerð samnings um samstarf ÍMARKS og Árvakurs.

ÍMARK, samtök markaðs- og auglýsingafólks, og Árvakur hafa efnt til samstarfs fyrir ÍMARK daginn sem haldinn verður 24. mars nk. Dagurinn endar á verðlaunahátíð Lúðurins þar sem veitt verða verðlaun í flokki fjölbreyttra auglýsingaflokka. Fjallað verður um tilnefningar og aðra þætti sem við koma ÍMARK deginum og Lúðrinum í miðlum Árvakurs.

Þeir Magnús Magnússon, stjórnarmaður ÍMARK og markaðsstjóri Húsasmiðjunnar, og Magnús E. Kristjánsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Árvakurs, skrifuðu undir samstarfssamning í upphafi vikunnar.

„Við hlökkum til samstarfsins við Árvakur og vonum að fólk hafi gaman af að fylgjast með tilnefningum sem verða gerðar opinberar um miðjan mars og auðvitað úrslitunum sjálfum þegar þau liggja fyrir á verðlaunahátíð Lúðursins,“ segir Magnús Magnússon.

„Á hverju ári ríkir mikil spenna í þessum bransa um hvaða auglýsingastofur og auglýsendur hljóta Lúðurinn. Árið 2022 var mjög gjöfult í auglýsingargeiranum. Eftir að áhrif Covid fjöruðu út í upphafi síðasta árs, komst mikið skrið á framleiðslu auglýsinga aftur. Mikið af frábærum herferðum litu dagsins ljós árið 2022 og eðli málsins samkvæmt voru mjög margar spennandi innsendingar í Lúðurinn í ár.“

Magnús E. Kristjánsson segir markaðs- og kynningarmál vera mikilvægar þátt í reglulegri og faglegri umfjöllun Morgunblaðsins og mbl.is um viðskipti og efnahagsmál.

„Morgunblaðið hefur um árabil komið að ÍMARK deginum og Lúðrinum með myndarlegum hætti. Það er okkur því mikil ánægja að halda því áfram í góðu samstarfi við auglýsinga- og markaðsfólk á Íslandi,“ segir hann.

„Sterkar og vel unnar auglýsingar vekja jafnan eftirtekt og gera miðla okkar enn áhugaverðari fyrir lesendur og auglýsendur sjá virði þess að leggja metnað í gerð vandaðra auglýsinga. Við viljum gjarnan leggja okkar af mörkum til að stuðla að fagmennsku í markaðs- og kynningarmálum með áframhaldandi samstarfi við ÍMARK.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK