Norskt félag kaupir Þyrluþjónustuna

TF-HHH er ein af þeim þyrlum sem Þyrluþjónustan hefur rekið …
TF-HHH er ein af þeim þyrlum sem Þyrluþjónustan hefur rekið hér á landi á undanförnum árum. Ljósmynd/Þyrluþjónustan

Norska félagið Helitrans AS hefur keypt allt hlutafé í Þyrluþjónustunni ehf. sem á Helo og Reykjavík Helicopters. Seljandi er Narro ehf. Í tilkynningu um viðskiptin kemur fram að kaupverðið sé trúnaðarmál.

Helitrans AS var stofnað árið 1990 og er eitt stærsta þyrlufyrirtækið á Norðurlöndum. Félagið á og rekur 26 þyrlur á 15 stöðum í Noregi sem og flug- og þyrluskóla í Svíþjóð. Aðalskrifstofur félagsins eru á Værnes flugvelli í Þrándheimi.

„Helitrans hefur góða þekkingu á íslenska markaðnum eftir gott samtarf undanfarin ár við Þyrluþjónustuna. Ég sé líka mikil vaxtatækifæri á íslenska þyrlumarkaðnum þar sem Ísland er vinsæll áfangastaður fyrir ferðmenn,“ segir Ole Christian Melhus, forstjóri  Helitrans AS, í tilkynningunni. Hann segist jafnframt spenntur eftir því að geta boðið íslenskum fyrirtækjum upp á verkflug enda séu flugmenn félagsins með mikla reynslu af því að fljúga með þungan farm og í lagningu á rafstrengjum í Noregi.

Þyrlur í eigu Helitrans í Noregi.
Þyrlur í eigu Helitrans í Noregi.
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK