Afhentu Kviku gögn Indó fyrir mistök

Reiknistofa bankanna afhenti fyrir mistök gögn viðskiptavina Indó til Kviku.
Reiknistofa bankanna afhenti fyrir mistök gögn viðskiptavina Indó til Kviku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reiknistofa bankanna afhenti fyrir mistök gögn um fjárhagsfærslur viðskiptavina sparisjóðsins Indó til Kviku banka. Þetta kemur fram í tilkynningu Indó til viðskiptavina í dag. 

Indó segir  gögnin hafi ekki innihaldið aðrar upplýsingar um viðskiptavini þeirra efjárupphæðir, millifærslur og kröfugreiðslur. Upplýsingarnar séu nauðsynlegar upplýsingar fyrir Reiknistofu bankanna, til að veita almenna debetkortaþjónustu.

Indó undirstrikar að þó upptaldar greiðsluupplýsingar hafi endað í röngum höndum, hafi upplýsingar um hvað var verslað, hvar og hvenær ekki verið hluti af gögnunum. 

Mistökin óuppgötvuð í mánuð

Í tilkynningunni frá Indó segir að RB hafi sent gögnin fyrir mistök 3. febrúar á þessu ári, þau verið vistuð í gagnagrunn Kviku  27. febrúar og mistökin ekki uppgötvast fyrr en 3. mars. Starfsfólk Kviku á þá að hafa brugðist hratt og rétt við og tilkynnt um mistökin.  

Indó tekur einnig fram að aðgangur að reikningum hafi ekki verið veittur og að fjármunir viðskiptavina hafi á engum tímapunkti verið í hættu og að gögnin hafi farið í lokað kerfi hjá Kviku sem einungis takmarkaður hópur starfsmanna hafi aðgengi að. Tilviljun hafi ráðið því að um gögn Indó var að ræða, en ekki annars banka eða sparisjóðs.

„Það var því ekkert sem indó hefði getað gert til að koma í veg fyrir þessi mistök enda eiga þau sér stað hjá RB.“

Ljósmynd/Aðsend

Ekki átt við gögnin í höndum Kviku

Reiknistofa bankanna gaf einnig frá sér stutta tilkynningu í dag og kveðast harma mistökin. Þau segja að brugðist hafi verið við „með réttum hætti um leið og mistökin urðu ljós af hálfu Kviku, málið var tilkynnt til RB og Indó og gögnunum eytt.”. Þau staðfesta einnig að ekki hafi verið átt við gögnin á meðan þau voru í höndum Kviku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK