Hannaði séríslenskan rafmagnspott

Íslensku pottarnir haldast heitir lengur sögn Kristjáns.
Íslensku pottarnir haldast heitir lengur sögn Kristjáns.

Kristján Berg Ásgeirsson, eigandi verslunarinnar heitirpottar.is, hefur hannað rafmagnspott, sérsniðinn að íslenskum aðstæðum.

Potturinn er að sögn Kristjáns frábrugðinn erlendum pottum að því leyti m.a. að sætin henta betur íslenskum sitjöndum, lokið þolir mun meiri þyngd en önnur lok og einangrunin er betri.

„Ég hef verið að hanna potta í sjö ár og hef tekið mið af ábendingum viðskiptavina,“ segir Kristján sem hingað til hefur aðeins hannað hitaveitupotta.

Kristján Berg Ásgeirsson eigandi verslunarinnar heitirpottar.is
Kristján Berg Ásgeirsson eigandi verslunarinnar heitirpottar.is Kristinn Magnússon,Kristinn Magnússon / Kristinn Magnússon

Hann hefur selt heita potta frá árinu 2007.

„Ég tel mig núorðið þekkja vel hvað íslenskir kaupendur vilja í stærð, hönnun og öðru er máli skiptir.“

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK