Metfjöldi innsendinga fyrir Lúðurinn í ár

Katrín M. Guðjónsdóttir er formaður dómnefndar Lúðursins.
Katrín M. Guðjónsdóttir er formaður dómnefndar Lúðursins.

Um 400 innsendingar í 16 flokkum bárust í ár fyrir Lúðurinn, uppskeruhátíð markaðs- og auglýsingafólks, sem haldinn verður 24. mars í Háskólabíó. Þetta er metfjöldi tilnefninga.

Það eru ÍMARK, samtök íslensks markaðsfólks, í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa, sem standa að verðlaununum. Dómnefnd hefur nú lokið störfum og niðurstöður hennar um það hvaða auglýsingar verða tilnefndar í hverjum flokki verða kynntar á næstu dögum.

Dómefndina í ár skipar fagfólk á sviðinu. Þau eru Ágústa Rut Steinarsdóttir, markaðsstjóri Natan&Olsen, Gunnhildur Karlsdóttir, aðstoðarhönnunarstjóri Brandenburg, Guðmundur Heiðar Helgason, texta- og hugmyndasmiður hjá Tvist, Halldór Ásgrímur Elvarsson, grafískur hönnuður hjá Líparít, Hjalti Karlson, grafískur hönnuður og stofnandi Karlssonwilker, Högni Valur Högnason, hönnunarstjóri Hér&Nú, Lilja Björk Runólfsdóttir, grafískur hönnuður hjá Ennemm, Rósa Hrund Kristjánsdóttir, hönnunarstjóri hjá Hvíta húsinu, Selma Rut Þorsteinsdóttir, yfirhönnunarstjóri Pipar/TBWA, Sveinn Birkir Björnsson, forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu, og Katrín M. Guðjónsdóttir sem er formaður dómnefndar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK