Eimskip undirbýr nýsmíði skipa

Larus Karl Ingason

Formlegrar ákvörðunar um nýsmíði Eimskips er að vænta innan skamms.

Þetta sagði Óskar Magnússon, stjórnarformaður Eimskips, í ræðu sinni á aðalfundi félagsins sem fram fór á fimmtudag. Þar sagði hann að ráðist hefði verið í hagræðingar á flestum sviðum Eimskips frá árinu 2018, meðal annars með markvissri innleiðingu á tæknilausnum, með landtengingum í Sundahöfn, í starfsmannahaldi, siglingakerfi, vöruhúsum og öðrum tæknibúnaði. Fram kom á fundinum að þessar aðgerðir hefðu skilað sér í betri rekstri félagsins.

Óskar Magnússon, stjórnarformaður Eimskips.
Óskar Magnússon, stjórnarformaður Eimskips. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Í því samhengi sagði Óskar jafnframt að skipastóll Eimskips væri í stöðugri endurnýjun. Hann rifjaði upp að tvö stærstu skip í flota félagsins, Brúarfoss og Dettifoss, væru nýleg en nú þyrfti að huga að framhaldi því smíði skipa tæki að jafnaði tvö til þrjú ár frá því að ákvörðun er tekin.

Óskar vill í samtali við Morgunblaðið ekki gefa nánar upp hvenær slíkrar tilkynningar er að vænta, en segir að það liggi fyrir að huga þurfi að nýjum skipum í flotann.

„Við erum um þessar mundir að vinna að málinu með sérfræðingum innan félagsins og utanaðkomandi ráðgjöfum,“ segir Óskar.

„Það er margt sem þarf að huga að, svo sem stærð skipanna og hentugleika þeirra til að sigla í því leiðakerfi sem félagið hefur eða hyggst koma sér upp. Þá erum við einnig að horfa til annarra þátta sem eru ekki síður mikilvægir, til dæmis umhverfisþátta.“

Í dag eru 15 flutningaskip í flota félagsins en aðspurður segir Óskar að ný skip muni koma til með að leysa eldri skip af hólmi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK