Anna verður framkvæmdastjóri Marel í N-Ameríku

Anna Kristín Pálsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Marel í Norður-Ameríku.
Anna Kristín Pálsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Marel í Norður-Ameríku. Ljósmynd/Marel

Anna Kristín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar hjá Marel, verður framkvæmdastjóri fyrirtækisins í Norður-Ameríku. Mun hún gegna báðum stöðum samhliða. 

Hún gekk til liðs við framkvæmdarstjórn Marels þegar hún tók stöðu framkvæmdastjóra nýsköpunar og þróunar árið 2020 en hún hóf störf hjá fyrirtækinu árið 2015.

Anna Kristín útskrifaðist með M.Sc. í Global Production Engineering frá Tækniháskólanum í Berlín árið 2015. Hún er með B.Sc. gráðu í verkfræðistjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.

Mun hún bera ábyrgð á þróun vaxtastefnu Marel í Norður-Ameríku í takt við stefnu fyrirtækisins, að því er segir í tilkynningu frá Marel.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK