Formleg tillaga um afskráningu Origo lögð fram

Gunnar Páll Tryggvason er framkvæmdastjóri Alfa framtaks sem rekur sjóðinn …
Gunnar Páll Tryggvason er framkvæmdastjóri Alfa framtaks sem rekur sjóðinn sem nú tekur yfir meirihluta í Origo. Hallur Már

Tillaga um afskráningu Origo úr Kauphöllinni hefur verið lögð fram fyrir aðalafund félagsins sem fram fer í næstu viku. Það er AU 22 ehf., félag í eigu Umbreytingar II slhf., framtakssjóðs í rekstri Alfa framtaks, sem leggur tillöguna fram. AU 22 ehf. er stærsti eigandi félagsins og fer nú með um 63% hlut. Í kjölfar sölunnar á Tempo er markaðsvirði Origo það lægsta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar.

Tillagan um afskráningu kemur ekki á óvart, enda hefur félagið áður kynnt að til greina komi að taka félagið af Aðalmarkaði Kauphallarinnar. „Í kjölfar þeirra kaflaskila sem felast í sölu félagsins á eignarhlut sínum í Tempo og með hliðsjón af þeim áskorunum sem félagið stendur frammi fyrir er það skoðun AU 22 að félaginu sé betur farið utan hlutabréfamarkaðar,“ segir í tilkynningu frá félaginu þar sem tillagan er lögð fyrir aðalfund.

„Eins og lýst er í tilboðsyfirliti sér AU 22 margvísleg tækifæri til umbreytinga á vettvangi félagsins, meðal annars með því að skerpa enn frekar á þjónustuframboði og skipulagi þess, og telur að afskráning félagsins úr Kauphöllinni sé nauðsynleg í því augnamiði að skapa félaginu sveigjanleika til þess að grípa þau tækifæri,“ segir einnig í tilkynningunni. Þá er einnig tekið fram að viðskipti með bréf í félaginu hafi ekki verið mikil og leiða megi líkum á því að viðskiptin eigi eftir að minnka enn frekar eftir breytingar á eignarhaldi.

Þá kemur fram að hluthöfum félagsins hafi fækkað verulega og eru þeir nú um 420 talsins, en voru um 930 í lok síðasta árs. Bent er á að fagfjárfestar séu fyrirferðamestir í hópi tuttugu stærstu hluthafa Origo og að bæði beinn og óbeinn kostnaður við skráningu sé hlutfallslega hár í samhengi við markaðsvirði og rekstrarhagnað félagsins.

„Þær umbreytingar í rekstri félagsins sem AU 22 vill leiða og gætu meðal annars falist í auknu sjálfstæði einstakra rekstrareininga, aðkomu meðfjárfesta að tilteknum rekstrareiningum og uppkaupum á hentugum viðbótareiningum gætu valdið umtalsverðum sveiflum í afkomu félagsins á næstu árum,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK