Pfizer kaupir líftæknifyrirtækið Seagen

Pfizer vill beita fjármunum sínum í að efla baráttuna gegn …
Pfizer vill beita fjármunum sínum í að efla baráttuna gegn krabbameini. AFP

Bandaríski lyfjarisinn Pfizer hefur náð samkomulagi um kaup á líftæknifyrirtækinu Seagen, sem sérhæfir sig í nýstárlegri meðferð við krabbameini, fyrir 43 milljarða dollara.

Seagen er leiðandi fyrirtæki í rannsóknum, þróun og markaðssetningu á krabbameinsmeðferðum. 

„Pfizer vill beita fjármunum sínum í að efla baráttuna gegn krabbameini en lækningar á krabbameini halda áfram að vera helsta vaxtartækifæri alþjóðlegrar læknisfræði. Kaupin styrkja stöðu Pfizer á þessu mikilvæga sviði,“ sagði Albert Bourla, forstjóri Pfizer.

Búist er við því að viðskiptin verði gengin í gegn í lok þessa árs eða byrjun þess næsta en Pfizer býður 229 dollara í hlut í fyrirtækinu.

Samningurinn hefur verið samþykktur af stjórnum beggja fyrirtækja en er háður samþykki eftirlitsaðila og hluthafa. Þar að auki þarf samningurinn að standast skoðun samkeppniseftirlitsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK