Spáir minnst 0,5% vaxtahækkun

Seðlabankinn mun hækka meginvexti um 0,5% eftir viku og með því bregðast við þrálátri verðbólgu. Órói ytra er áhyggjuefni.

Þetta er mat Yngva Harðarsonar, hagfræðings og framkvæmdastjóra Analytica, sem telur jafnframt að órói í bandarísku fjármálalífi kunni að hafa efnahagsleg áhrif í Evrópu.

Seðlabankinn hefur frá því í maí 2021 hækkað vexti úr 0,75% í 6,5%, í samtals ellefu hækkunum, og fara vextirnir í 7% næsta miðvikudag, ef spá Yngva gengur eftir. Það minnkar bilið milli meginvaxta og verðbólgu en eftir að núverandi vaxtahækkunarferli hófst hefur það mest orðið 5,15% í júlí í fyrra.

Yngvi Harðarson.
Yngvi Harðarson.

Á almennt við í góðæri

Yngvi segir að almennt hvetji neikvæðir raunvextir Seðlabankann til að hækka vexti í góðæri. Það eigi við um þessar mundir enda hafi mælst kröftugur hagvöxtur í fyrra.

Þá beri að hafa í huga að Seðlabankinn horfi við vaxtaákvarðanir fram á veg og taki verðbólguhorfur og vænta raunstýrivexti til greina, þegar hann ákveði vextina. Verðbólga sé nú yfir 10% og útlit fyrir að hún verði yfir 9% næstu þrjá mánuði, eða fram á mitt þetta ár, og raunstýrivextir því áfram neikvæðir.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK