Íslandsbanki má nú kaupa hluti í sjálfum sér

Heimildinni hefur verið bætt við í viðauka við samþykktir Íslandsbanka.
Heimildinni hefur verið bætt við í viðauka við samþykktir Íslandsbanka. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórn Íslandsbanka samþykkti á aðalfundi sínum í dag heimild bankans til kaupa á eigin hlutum. Heimildin gildir í 18 mánuði.

Þetta er samþykkt á grundvelli 55. gr. laga um hlutafélög. Þar er hlutafélögum gefin heimild til að eignast allt að 10% af eigin hlutafé.

Háð samþykki Seðlabankans

Heimildinni hefur verið bætt við í viðauka við samþykktir Íslandsbanka.

„Heimild þessi skal nýtt í þeim tilgangi að setja upp formlega endurkaupaáætlun eða til að gera hluthöfum almennt tilboð um kaup bankans á eigin bréfum, t.d. með útboðsfyrirkomulagi, enda sé jafnræðis hluthafa gætt við boð um þátttöku í slíkum viðskiptum,“ segir í viðaukanum. 

Þá kemur fram að framkvæmd endurkaupa á grundvelli heimildarinnar sé háð því skilyrði að fyrirfram fáist samþykki fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, samkvæmt 77. gr. reglugerðar ESB um varfærniskröfur að því er varðar lánastofnanir og verðbréfafyrirtæki (CRR).

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK