Lesendur mbl.is velja bestu sjónvarpsauglýsinguna

ÍMARK lúðrarnir eru veittir þeim fyrirtækjum sem hafa þótt standa …
ÍMARK lúðrarnir eru veittir þeim fyrirtækjum sem hafa þótt standa sig í markaðsmálum. Árni Sæberg

Lesendur mbl.is geta nú kosið sína uppáhalds sjónvarpsauglýsingu úr hópi 37 auglýsinga sem allar vöktu nokkra athygli á síðasta ári. Tilefni þess er samstarf ÍMARK og Árvakurs fyrir ÍMARK-daginn í ár.

ÍMARK-dagurinn, sem haldinn verður 24. mars næstkomandi, endar með verðlaunahátíð Lúðurins þar sem veitt verða verðlaun í flokki fjölbreyttra auglýsingaflokka.

Sérstök dómefnd velur bestu auglýsingar ársins í 16 flokkum en eins og áður hefur verið greint frá barst metfjöldi tilnefninga í ár, alls yfir 400 tilnefningar.

Í tilefni keppninnar að þessu sinni stendur mbl.is fyrir „Vali fólksins“ í flokki sjónvarpsauglýsinga. Þar geta lesendur kosið sína uppáhalds auglýsingu úr öllum innsendum sjónvarpsauglýsingum sem bárust í keppnina.

Hér er hægt að kjósa um bestu sjónvarpsauglýsinguna

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK