Gunnur Líf nýr framkvæmdastjóri hjá Samkaupum

Gunnur Líf, nýr framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa.
Gunnur Líf, nýr framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa. Ljósmynd/Aðsend

Gunnur Líf Gunnarsdóttir tekur við starfi framkvæmdastjóra verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa 1. apríl 2023. Hlutverk sameinaðs sviðs mun áfram snúast um kjarnastarfsemi Samkaupa, verslanir félagsins og mannauðinn. Hún jafnframt áfram gegna hlutverki staðgengils forstjóra.

Gunnur hefur starfað hjá Samkaupum frá 2018 sem framkvæmdastjóri mannauðssviðs, sem síðar var breytt í mannauðs- og samskiptasvið í maí 2022. Gunn­ur er með B.ed. gráðu í grunn­skóla­kenn­ara­fræðum og MBA gráðu frá Há­skóla Íslands. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samkaupum.

„Þessar skipulagsbreytingar eru liður í því að styrkja Samkaup og þétta raðirnar en framkvæmdastjórn Samkaupa munu nú skipa 4 einstaklinga í stað 5 áður. Megin markmið okkar er áfram að að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og gott verð í verslunum okkar um allt land.  Gunnur hefur unnið frábært starf innan Samkaupa síðustu ár við að styrkja fólkið okkar enda er starfsánægja grunnforsenda þess að veita góða þjónustu. Mannauðurinn er okkar verðmætasta auðlind og ég hlakka til að vinna áfram að því með Gunni að styrkja okkar frábæra fólk í leik og starfi,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK