UBS kaupir Credit Suisse

Blaðamannafundur var haldinn eftir að samningar voru í höfn.
Blaðamannafundur var haldinn eftir að samningar voru í höfn. AFP

Svissneski bankinn UBS hefur samþykkt að kaupa Credit Suisse á rúmlega þrjá milljarða bandaríkjadala, sem jafngildir rúmlega 420 milljörðum íslenskra króna.

Credit Suisse hefur verið sagður á barmi gjaldþrots og krafðist UBS því mikils afsláttar af kaupverðinu.

Á blaðamannafundi að loknum samningaviðræðunum, lagði forseti Sviss áherslu á mikilvægi þessarar yfirtöku fyrir svissneskt efnahagskerfi í heild. Þessi málalok væru besta leiðin til að endurheimta traust á mörkuðum. 

Mikið í húfi

Stjórnvöld í Sviss beittu sér fyrir því að bankarnir tveir kæmust að samkomulagi í dag, svo hægt væri að ganga frá yfirtökunni áður en markaðir opna í fyrramálið.

Ríkið ábyrgist skuldir Credit Suisse að ákveðnu marki, til þess að lágmarka áhættu UBS. Þar að auki munu báðir bankar hljóta lánafyrirgreiðslur frá ríkinu.

Hefðu samningar ekki tekist hefði bankinn verið líklegur til að falla á morgun, sem hefði í för með sér miklar keðjuverkandi afleiðingar. 

Cred­it Suis­se er einn af þeim 30 bönk­um sem hafa verið flokkaðir sem „kerf­is­lega mik­il­væg­ir“ en margt bend­ir til þess að fjár­fest­ar hafi lengi vitað að hann væri veik­ur hlekk­ur í þeirri keðju. 

 

Báðir bankar munu hljóta lánafyrirgreiðslur frá ríkinu upp á allt að 110 milljarða Bandaríkjadala. Þá tilkynnti ríkið að í því skyni að lágmarka áhættu UBS myndi ríkið ábyrgjast mögulegt tap upp á 9,6 milljarða Bandaríkjadala.

Bankinn Credit Suisse verður nú hluti af UBS.
Bankinn Credit Suisse verður nú hluti af UBS. AFP/Fabrice Coffrini
mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK