Fimm hundraðasti rafbíllinn kominn í flotann

Höldur-Bílaleiga Akureyrar tók nýverið við fimmhundraðasta rafbílnum í bílaflota sinn. …
Höldur-Bílaleiga Akureyrar tók nýverið við fimmhundraðasta rafbílnum í bílaflota sinn. Hreinum rafbílum fyrirtækisins hefur fjölgað hratt á síðustu misserum. Ljósmynd/Aðsend

Fimmhundraðasti rafbíllinn er kominn til Hölds - Bílaleigu Akureyrar en hreinum rafbílum fyrirtækisins hefur ört fjölgað á seinustu árum ár.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bílaleigunni.

Höldur keypti fyrsta rafbílinn árið 2008. Fyrsti rafbíllinn sem boðið var upp á rafbíl í almennri útleigu kom árið 2012 og var að gerðinni Mitsubishi i-Miev, með drægni upp á um 80km.

Síðan þá hefur fjöldi rafbíla aukist hratt. Í upphafi voru þeir 19 talsins, árið 2017, síðan urðu þeir 124 árið 2020 og 500 árið 2023.

Höldur- Bílaleiga Akureyrar er umboðsaðili fyrir Europcar á Íslandi, sem hefur byggt upp hleðslukerfi með 60 hleðslustöðvum á sex stöðum víða um landið og fengið viðurkenningu frá Europcar Group. Fyrirtækið er fyrsta og eina bílaleigan til þess að hljóta vottun samkvæmt ISO-14001 umhverfisstjórnunarstaðlinum, að því er fyrirtækið greinir frá í tilkynningu. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK