Samningur í höfn

Frá undirrituninni í dag.
Frá undirrituninni í dag. Ljósmynd/Aðsend

Samiðn – samband iðnfélaga undirritaði í dag kjarasamning við Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Gildistími kjarasamningsins er frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024.

Samningurinn er á sambærilegum nótum og kjarasamningar sem undirritaður voru fyrir árámót við Samtök atvinnulífsins. Félagsmönnum verður kynntur samningurinn á næstu dögum, að því er segir í tilkynningu. 

„Það er fagnaðarefni að samningur hafi náðst vegna Orkuveitu Reykjavíkur. Þessi áfangi er okkur byr í seglin í yfirstandandi samningaviðræðum við aðra hópa,“ er haft eftir Hilmari Harðarsyni, formanni stjórnar Samiðnar, í tilkynningunni. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK