Vísitölur færast upp á við eftir þungan morgun

Bréf svissneska bankans UBS lækkuðu skarpt í morgun, en hafa …
Bréf svissneska bankans UBS lækkuðu skarpt í morgun, en hafa síðan tekið nokkuð við sér þó lækkunin nemi enn rúmlega 3%. Talsverður þrýstingur hefur einnig verið á hlutabréf annarra banka í Evrópu í morgun, en hlutabréfavísitölur eru þó almennt upp á við eftir höggið í morgun. AFP/Fabrice COFFRINI

Hlutabréfavísitölur í Evrópu hafa þokast upp á við í viðskiptum í dag eftir að hafa byrjað með smá dýfu við upphaf viðskipta. Meiri pressa hefur þó verið á hlutabréfum banka sem flest hafa lækkað í dag.

Seðlabank­ar Banda­ríkj­anna, Bret­lands, Kan­ada, Jap­ans, Sviss og Evr­ópu­sam­bands­ins til­kynntu í gær­kvöldi að þeir ætluðu að standa sam­an að aðgerðum til þess að bæta aðgang banka að lausa­fé, en aðgerðunum var ætlað að róa taugar fjár­festa varðandi banka­kerfi heims­ins. Hafði fyrr í gær verið tilkynnt um að sviss­neski UBS-bank­inn myndi kaupa Cred­it Suis­se-bank­ann, en sviss­nesk stjórn­völd lögðu mikið kapp á að kaup­in næðu í gegn fyr­ir opn­un markaða í dag.

Evrópski seðlabankinn sagði í yfirlýsingu í morgun að evrópska bankakerfið væri úthaldsgott og hefði nægt lausafé.

Eins og fyrr segir tóku flestir markaðir í Evrópu dýfu við upphaf viðskipta í morgun. Lækkuðu bréf banka nokkuð og fóru bréf Deutsche bank m.a. niður um 10% og BNP Paribas um 8%. Þegar leið á morguninn tóku hlutabréf hins vegar að hækka á ný og eru bréf bankanna tveggja nú niður um tæplega 2%.

Bréf í UBS-bankanum lækkuðu strax í morgun um 13%, en hafa síðan hækkað nokkuð og er lækkun dagsins nú í um 3,3%.

Breska FTSE 100-vísitalan hefur nú á tólfta tímanum hækkað um 0,3% í viðskiptum í morgun. DAX-vísitalan í Þýskalandi um 0,56% og CAC 40-vísitalan í Frakklandi um 0,75%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK