Ágúst Karl nýr framkvæmdastjóri KPMG Law

Ágúst Karl Guðmundsson.
Ágúst Karl Guðmundsson. Ljósmynd/Aðsend

Ágúst Karl Guðmundsson, lögmaður og einn eiganda KPMG Law ehf., tók nýverið við sem framkvæmdastjóri félagsins og mun sinna því samhliða ráðgjafastörfum á stofunni.

Ágúst Karl tekur við af Soffíu Eydísi Björgvinsdóttur, lögmanni, sem hefur gengt starfinu síðastliðin sex ár en mun nú aðallega einbeita sér að ráðgjöf á sviðum sjálfbærni í samstarfi við aðra sjálfbærniráðgjafa KPMG, að því er fram kemur í tilkynningu. 

Ágúst Karl er lögmaður með framhaldsgráðu í alþjóðlegum skattarétti (e. Adv. LL.M.) frá ITC, Háskólanum í Leiden, Hollandi. Hann hefur starfað hjá KPMG ehf. frá árinu 2006 og varð hluthafi þar 2014. Ágúst Karl sat í stjórn KPMG ehf. á árunum 2017-2022 og var einn af stofnendum KPMG Law árið 2017. 

Soffía Eydís mun áfram sinna lög­mennsku hjá lög­manns­stof­unni og mun sem fyrr segir leggja áherslu á ráðgjöf á sviðum sjálfbærni.  Hún mun tilheyra sjálfbærniteymi KPMG sem veitir heildstæða þjónustu á sviði sjálfbærni og sjálfbærra fjármála. Sjálfbærniteymi KPMG er reynslumikið og hefur komið að mörgum áberandi verkefnum á sviði sjálfbærni á Íslandi sl. ár. Soffía Eydís mun sérstaklega einbeita sér að ráðgjöf í tengslum við sjálfbærni er snýr að skatta- og lagalegri áhættu og áreiðanleikakönnunum, segir enn fremur. mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK