Bernhöftstorfan og fleiri eignir til sölu

Húsið Gimli er sérstakt í útliti en það er einnig …
Húsið Gimli er sérstakt í útliti en það er einnig hluti af Bernhöftstorfunni. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Bernhöftstorfan, hluti af Glæsibæ, húsnæðið þar sem Skuggi hótel er til húsa, Borgartún 25 og húsnæði undir tvö sendiráð og fleiri eignir eru meðal þess sem ákveðið hefur verið að selja, en það er FÍ fasteignafélag sem er eigandi eignanna. Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að eigendur félagsins hafi ákveðið að hefja söluferli þess.

Bankastræti 2, er nyrsti hluti torfunnar, en þar var veitingastaðurinn …
Bankastræti 2, er nyrsti hluti torfunnar, en þar var veitingastaðurinn Lækjarbrekka lengi til húsa. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Þær fasteignir sem eru í eigu félagsins eru Amtmannsstígur 1, Lækjargata 3 og Bankastræti 2, en þessi hús hafa jafnan gengið undir nafninu Bernhöftstorfan. Þá er í eignasafni félagsins einnig hluti af Álfheimum 74, en það er hluti Glæsibæjar, Ármúli 1, hluti af Bankastræti 7, Borgartún 25, Hverfisgata 103, þar sem nú er Skuggi hótel, Laufásvegur 31, þar sem breska og þýska sendiráðin eru til húsa, Víkurhvarf 3 og Þverholt 11, en þar er hluti af Listaháskólanum til húsa.

Hótel Skuggi á Hverfisgötu 103.
Hótel Skuggi á Hverfisgötu 103. mbl.is/Styrmir Kári

Eigendur FÍ fasteignafélags slhf í gegnum FÍ eignarhaldsfélag eru stærstu lífeyrissjóðir landsins. Lífeyrissjóður verslunarmanna er með tæplega 20% hlut, en Gildi með tæplega 16%. Þá er LSR með tæplega 12% í gegnum A-deild sína og 8% í gegnum B-deild sjóðsins.

Áhugasömum fjárfestum er bent á að nálgast upplýsingar í gegnum fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sem hefur umsjón með söluferlinu.

Borgartún 25 er ein eignanna sem eru í eigu fasteignafélagsins.
Borgartún 25 er ein eignanna sem eru í eigu fasteignafélagsins.

Samkvæmt ársreikningi FÍ fasteignafélags voru leigutekjur þess 889 milljónir í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingar og fjármagnsliði var tæplega 600 milljónir, en þegar mið hafði verið tekið af matsbreytingu og fjármagnsgjöldum var tapið 190 milljónir. Árið áður hafði hagnaður af starfsemi félagsins numið 270 milljónum.

Eignir félagsins voru í ársreikningi í fyrra metnar á 13,3 milljarða og hækkuðu úr 12,9 milljörðum frá árinu áður.

Á sínum tíma átti að rífa húsalengjuna á Bernhöftstorfunni og reisa þar stjórnarráðsbyggingu. Því var mótmælt og risu þá upp Torfusamtökin og voru húsin að lokum friðuð og gerð upp. Minjavernd tók svo við húsunum, en þau voru seld einkaaðilum árið 2013 og nú á að selja þau á ný.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK