Fjarvinnuaðstaða opnar í Búnaðarbankanum

Húsnæðið hýsti áður starfsemi Búnaðarbankans og síðar Arion banka, en …
Húsnæðið hýsti áður starfsemi Búnaðarbankans og síðar Arion banka, en hefur síðastliðið ár verið heimili frumkvöðlasetursins Árnasetur. Ljósmynd/Aðsend

Samningar hafa náðst um að Regus opni nýja fjarvinnuaðstöðu við Aðalgötu 10 í Stykkishólmi. Húsnæðið hýsti áður starfsemi Búnaðarbankans og síðar Arion banka, en hefur síðastliðið ár verið heimili frumkvöðlasetursins Árnasetur. 

Í tilkynningu segir að stefnt sé að opnun aðstöðunnar í apríl. 

Auk ljósleiðaratengingar og góðrar kaffiaðstöðu mun Regus bjóða upp á sérskrifstofur, sameiginlega vinnuaðstöðu og fullbúinn fundarsal sem búinn verður öllum tækjabúnaði sem nauðsynlegur er fyrir fjarvinnu og fjarfundi og í samræmi viðnýjustu staðla Regus á heimsvísu.

Um 24 manns geta starfað í húsnæðinu á sama tíma.
Um 24 manns geta starfað í húsnæðinu á sama tíma. Ljósmynd/Aðsend

Um 24 manns geta starfað í húsnæðinu á sama tíma auk þess sem fleiri geta nýtt sér fundaraðstöðí húsinu.

Regus rekur skrifstofusetur á höfuðborgarsvæðinu, á Ísafirði og í Borgarnesi. Þá hyggst Regus opna fjögur ný útibú á þessu ári; tvö á höfuðborgarsvæðinu, eitt á Siglufirði og fyrrnefnda aðstöðí Stykkishólmi. Þá verða 13 skrifstofusetur í rekstri Regus. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK