Verðbólguverkefnið hafi verið vanmetið

Jón Bjarki Bentsson, yfirhagfræðingur Seðlabanka.
Jón Bjarki Bentsson, yfirhagfræðingur Seðlabanka.

Jón Bjarki Bentsson, yfirhagfræðingur Íslandsbanka, segir að búast megi við því að stýrivaxtahækkanir muni virka gegn verðbólgudraugnum þó verðbólgutölur hafi farið hægar niður en væntingar voru um. Mögulega hafi umfang verkefnisins verið vanmetið í upphafi. 

Taka verði mið af því hve stórir áhrifaþættir verið sé við að etja. Mikil eftirspurn sé í hagkerfinu og verðbólguþrýstingur komi víða að. „Að vissu leyti er þetta svipað og aðrir Seðlabankar hafa verið að glíma við þar sem væntingar voru um að verðbólga myndi reynast skammlífari en raunin varð. Ég nefni Bretland í því samhengi þar sem tölur komu út í morgun sem sýna talsvert hærri verðbólgu en væntingar og spár gerðu ráð fyrir,“ segir Jón Bjarki.

Ómögulegt að segja hvað hefði gerst

Eins og fram hefur komið hyggst Seðlabanki hækka stýrivexti um 1% og verða þeir því 7,5% í kjölfarið. Jón Bjarki segir ómögulegt að segja til um það hvernig verðbólgan hefði þróast ef gripið hefði verið enn fyrr inn í með jafnvel enn kröftugri vaxtahækkunum. „Upphaflega hefur þetta verið vanmat á því hversu stórt verkefnið var frekar en að aðgerðirnar gegn verðbólgunni séu ekki að bíta. Sem gerir það að verkum að verðbólgan er svo þrálát þrátt fyrir vaxtahækkanir.“

Jón Bjarki segir að samkvæmt spá Íslandsbanka sé gert ráð fyrir því að verðbólga verði á bilinu 6-7% fyrir lok árs. Ef vextir haldast óbreyttir í 7,5% verður raunávöxtun því ekki jákvæð fyrr en verðbólgan nær niður fyrir það. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK