Aðalfundur Landsbankans samþykkti í dag að greiða rúma 8,5 milljarða króna í arð til hluthafa.
Arðgreiðslan samsvarar um það bil helmingi af hagnaði bankans á árinu 2022. Heildararðgreiðslur bankans á tíu ára tímabili, 2013-2023, nema rúmum 175 milljörðum króna.
Á fundinum var ársreikningur bankans fyrir liðið starfsár samþykktur, sem og tillögur um starfskjarastefnu og um kjör bankaráðsmanna.
Engar breytingar voru gerðar á bankaráði.