Róðurinn þyngist

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrirséð er að fjölmörg heimili horfi fram á að greiðslubyrði húsnæðislána aukist talsvert á næstu mánuðum og árum þegar fastir vextir taka að losna. Seðlabanki Íslands greindi frá því í gær að stýrivextir yrðu hækkaðir um eitt prósentustig og verða því 7,5%.

Rætt er við Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, í Morgunblaðinu í dag og bendir hún á að stór hluti fasteignalána bankans sé nú þegar á breytilegum vöxtum sem hafa hækkað talsvert undanfarið. Enn sem komið er ráða flestir við hærri greiðslur en viðbúið sé að róðurinn þyngist.

„Það eru margir möguleikar í stöðunni. Það er til dæmis hægt að endurfjármagna lánið og lengja lánstímann til að lækka greiðslur. Við höfum líka boðið fólki að skipta yfir í verðtryggð lán eða blöndu af verðtryggðu og óverðtryggðu og nýta svo færið síðar og fara aftur í óverðtryggt þegar vextir lækka,“ segir Lilja Björk og bendir á að auðvelt sé fyrir viðskiptavini að endurfjármagna í gegnum app.

„Það er helst unga fólkið sem ég hef áhyggjur af, sem keypti á toppi fasteignaverðs og á tiltölulega dýrar eignir og þ.a.l. há lán. Ef þú ert ekki með tvær fyrirvinnur á þokkalega góðum launum getur verið erfitt að ráða við hækkanir. Þá er kannski minnsta rýmið til að bregðast við með einföldum hætti. Í þeim tilvikum ráðlegg ég fólki að tala við okkur sem fyrst. Við reynum alltaf að finna leið út úr vanda og aðstoða fólk.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK