Origo býður 87 krónur í hlut

mbl.is/Kristinn Magnússon

Origo hf. hefur óskað þess að hlutabréf félagsins verði tekin úr viðskiptum á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi. Origo væntir niðurstöðu Nasdaq á næstu dögum.

Þá gerir Origo hluthöfum almennt tilboð um kaup á allt að 25.000 hlutum gagnvart hverjum hluthafa, samkvæmt heimild félagsins til kaupa á eigin hlutum með almennu tilboði til hluthafa sem samþykkt var á aðalfundi þess 21. mars síðastliðinn.

Afskráning mun leiða til minni seljanleika

Tilgangur tilboðsins er að gera hluthöfum félagsins kleift að selja hluti í félaginu vegna fyrirhugaðrar afskráningar þar sem afskráning hlutabréfa í félaginu mun leiða til minni seljanleika þeirra.

Tilboðsverðið er 87 krónur á kvaða- og veðbandalausan hlut, sem er það verð sem boðið var í valfrjálsu tilboði AU 22 ehf., aðlagað vegna tveggja milljarða króna arðgreiðslu, sem ákveðin var á aðalfundinum.

Bindandi og óafturkræft

Tilboðið tekur gildi kl. 9:00 á morgun, 27. mars og gildistíma þess lýkur kl. 17:00 þann 11. apríl næstkomandi. Uppgjör viðskiptanna fer fram eigi síðar en þann 18. apríl næstkomandi.

Þeim hluthöfum sem vilja samþykkja tilboðið er bent á að gefa sig fram með tölvupósti á tölvupóstfangið, fjarfestatengsl@origo.is og ef hluthafar eru á hlutaskrá félagsins þann 24. mars síðastliðinn, fá þeir afhent samþykktareyðublað.

Með skilum á rétt útfylltu eyðublaði fyrir k. 17:00 þann 11. apríl næstkomandi, hafa hluthafar samþykkt tilboð félagsins, sem er bindandi og óafturkræft og þeir hluthafar sem hafa samþykkt tilboðið mega ekki selja eða framselja, hvorki beint eða óbeint, hluti sína í Origo, sem seldir eru félaginu samkvæmt tilboðinu, til þriðja aðila.

Óski hluthafar félagsins eftir frekari upplýsingum, er þeim bent á að hafa samband við fjarfestatengsl@origo.is.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK