Bilun kom upp hjá sparisjóðnum Indó

Indó er fyrsti nýi sparisjóðurinn frá 1991.
Indó er fyrsti nýi sparisjóðurinn frá 1991. Ljósmynd/Aðsend

Bilun sem hafði áhrif á millifærslur hjá sparisjóðnum Indó er komin í lag. Bilunin kom upp vegna uppfærslu kerfa hjá Reiknistofu bankanna.

Þetta staðfestir Tryggvi Björn Davíðsson, annar stofnenda Indó í samtali við mbl.is.

„Það er verið að uppfæra gömul kerfi í ný og við það þá rofnar sambandið við Indó þannig millifærslur viðskiptavina gátu ekki farið í gegn frá klukkan 20.42 til 22.25,“ segir Tryggvi.

Indóar voru látnir vita um stöðu mála jafnóðum eftir að …
Indóar voru látnir vita um stöðu mála jafnóðum eftir að bilunin kom upp. Ljósmynd/Aðsend

Hann segir bilunina hafa haft áhrif á um fjögur hundruð millifærslur en hún hafði ekki áhrif á kort sparisjóðsins.

Eins og áður sagði kom bilunin upp klukkan 20.42 og hafði verið lagfærð klukkan 22.30.

Tryggvi segir Indó vera heppinn með viðskiptavini sem séu duglegir að láta vita þegar eitthvað kemur upp í kerfum sparisjóðsins. Viðskiptavinir sparisjóðsins, sem gjarnan eru kallaðir „Indóar“ eru 19.652 talsins og er kortafærslufjöldi þeirra um 220 þúsund í þessum mánuði.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK