Rúmfatalagerinn opnar endurbætta verslun í Skeifunni

Frá endurbættri verslun Rúmfatalagersins í Skeifunni.
Frá endurbættri verslun Rúmfatalagersins í Skeifunni.

Rúmfatalagerinn hefur opnar endurbætta verslun í Skeifunni og til stendur að breyta fleiri verslunum.

Í tilkynningu frá Rúmfatalagernum kemur fram að verslunin hafi verið starfrækt í Skeifunni í rúm 30 ár, eða frá 1989. Verslunin hefur nú fengið allsherjar yfirhalningu sem byggir á nýju útliti frá JYSK. Rúmfatalagerinn rekur sjö verslanir og er verslunin í Skeifunni þriðja verslun keðjunnar sem að byggir á nýju útliti JYSK. Þá kemur fram að til stendur að ráðast í frekari endurbætur á fleiri verslunum í kjölfarið sem samræmast nýja útlitinu. 

Yfirhalningin tekur mið af upplifun viðskiptavina og felur meðal annars í sér að búið er að skipta út gólfefnum, setja upp nýtt hillukerfi og uppstillingar ásamt nýrri lýsingu.

„Verslunin okkar í Skeifunni er sú fyrsta á höfuðborgarsvæðinu sem fær nýtt útlit frá JYSK og við erum að endurnýja flest allt sem snýr að upplifun viðskiptavinarins. Í framhaldi af yfirhalningu Skeifunnar komum við til með að taka fleiri verslanir í gegn á höfuðborgarsvæðinu, þannig að viðskiptavinir okkar fái sambærilega upplifun í öllum okkar verslunum,“  segir Rósa Dögg Jónsdóttir markaðsstjóri Rúmfatalagersins, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK