Gistinætur aldrei fleiri í febrúar

Gisinætur ferðamanna hafa aldrei verið fleiri í febrúar.
Gisinætur ferðamanna hafa aldrei verið fleiri í febrúar. mbl.is/Hákon

Skráðar gistinætur í febrúar voru samtals 575.300 og hafa þær aldrei verið fleiri í þessum mánuði. Er það 45% aukning frá fyrra ári þegar gistinæturnar voru 396.400 í febrúar og 9,4% aukning frá fyrra metári, sem var árið 2018, en þá voru gistinæturnar 525.700.

Gistinætur erlendra ferðamanna voru um 79% gistinátta, eða um 455.100, sem er 55% aukning frá fyrra ári þegar þær voru 396.400. Gistinætur Íslendinga voru um 120.100 sem er 15% aukning frá fyrra ári þegar þær voru 104.500.

Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru um 435.700 og um 139.600 á öðrum tegundum skráðra gististaða (íbúðagisting, orlofshús, tjaldsvæði o.s.frv.). Áætlaður fjöldi erlendra gistinátta í heimagistingu utan hefðbundinnar gistináttaskráningar í febrúar var um 75.000.

Framboð hótelherbergja í febrúar jókst um 5% frá febrúar 2022. Herbergjanýting á hótelum var 65,9% og jókst um 14,9 prósentustig frá fyrra ári.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK