Hagnaður minnkaði um 69% í fyrra

Hagnaður kínverska tæknirisans Huawei hefur dalað afar mikið eftir að …
Hagnaður kínverska tæknirisans Huawei hefur dalað afar mikið eftir að mörg ríki útilokuðu fyrirtækið frá 5G-uppbyggingu. AFP

Hagnaður kínverska fyrirtækisins Huawei féll um tæp 69% á seinasta ári. Fyrir ekki svo löngu var tæknirisinn einn helsti snjallsímaframleiðandi heims en refsiaðgerðir Bandaríkjamanna hafa sett strik í reikninginn.

Fyrirtækið skilaði 35,6 milljörðum júana (705 milljörðum króna) í hagnað árið 2022, að því er fram kemur í tilkynningu, en það dróst saman um 68,7 prósent frá methagnaði sem var 113,7 milljarðir júana (2,2 billjónir króna) í fyrra.

Lokað hefur verið á 5G-búnað Huawei á ýmsum mörkuðum, meðal annars í Bandaríkjunum, Bretlandi og Japan vegna ásakana um öryggisvandamál. Huawei hefur neitað öllum ásökunum um að búnaði þess fylgi áhætta á skemmdarverkum og njósnum.

Á blaðamannafundi fyrirtækisins í ár sagði Eric Xu, stjórnarformaður Huawei, að krefjandi efnahagsumhverfi auk „annarra þátta“ hefði lagst þungt á starfsemi Huawei.

„Í miðju þessu hvassviðri héldum við ótrauð fram á við og gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að viðhalda rekstri og þjóna viðskiptavinum okkar,“ sagði Xu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK