Nýir samningar skiluðu 150 milljörðum

Frá 2010 hafa endurnýjaðir samningar Landsvirkjunar við stórnotendur skilað 150 milljörðum í aukinn ábata til fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur nýtt á batann til fjárfestingar og niðurgreiðslu skulda.

„Ég held að þeir aðilar sem ahfa séð um samninga LAndsvirkjunar hafi alltaf náð þeim bestu samningum sem var mögulegt á þeim tíma. Aðstæður hafa hins vegar mikið breyst. Orkuverð í heiminum hefur hækkað og möguleikar við endursamninga við verksmiðju sem er komin þá er Landsvirkjun í miklu betri samningsstöðu en þegar var samið í upphafi.“

Þetta segir Hörður Arnarson en hann er gestur viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna. Hann segir að þolinmæði við uppbyggingu Landsvirkjunar síðustu fimm áratugina rúma hafi skilað sér.

Eilífðarvélar í eigu þjóðarinnar

„Ef maður les ræður Jóhannesar Nordal þá var það alltaf sýn hans og fleiri að vissulega þyrftum við að vera þolinmóð og kannski arðsemin ekki mikil framan af en síðan yrðu tækifæri í framtíðinni og ekki síst með vatnsaflsvirkjanirnar sem eru eilífðarvélar sem ganga í nokkur hundruð ár og jafnvel lengur,“ segir Hörður.

Hann segir stórnotendur í dag vera að borga sambærileg verð og best gerist annarsstaðar þar sem vatnsaflskerfi eru við lýði. Það sé mikilvægt að haga málum þannig þegar um sameiginlega auðlind þjóðarinnar er að ræða.

Samningarnir sem nú eru í gildi munu skila stigvaxandi sjóðstreymi. Þeir hafi skilað sífellt meira fjármagni inn í fyrirtækið. Það taki tíma í samningagerðinni að fleyta hækkununum inn en svo komi þær af fullu afli og vari lengi.

„Lang mest á síðustu þremur árum. ÞAð er mun meira sem það skilar í fyrra og á þessu ári. Það mun hafa gríðarlega mikil áhrif á íslenskt samfélag. Þetta eru bara dollarar sem við erum að fá. Hreinn útflutningur,“ útskýrir Hörður.

Harkalegar samningaviðræður

Hörður segir það ekkert grín að semja við stórfyrirtæki. Þar séu á ferðinni gríðarlega góðir samningamenn.

„Það er alltaf sama aðferðafræðin sem er notuð. Þeir munu vissulega loka ef verksmiðjurnar ganga illa. Við leggjum í mikla undirbúningsvinnu að skilja rekstur viðskiptavinanna. Hver greiðslugeta þeirra er, hvað þeir eru að borga annarsstaðar. Okkar nálgun er sú að það eigi að vera sambærileg verð hér og annarsstaðar.“

Hann segir að hart hafi verið sótt að eigendum Landsvirkjunar og stjórnmálamönnum en að fyrirtækið hafi fengið fullan stuðning úr þeirri átt. Landsvirkjun hafi haldið þeim mjög vel upplýstum á öllum stigum máls.

„Ef menn ætla að semja við þessi fyrirtæki þá þýðir ekkert að kikna í hnjánum. Þá muntu ekki ganga frá borði með góðan samning. Þetta eru langstærstu viðskiptasamningar sem gerðir eru hér á landi.“

Viðtalið við Hörð má sjá og heyra hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK