Uppsagnir fylgikvillar endurskipulagningar

Framkvæmdastjóri Heimkaupa segir að almenningur haldi að sér höndum í …
Framkvæmdastjóri Heimkaupa segir að almenningur haldi að sér höndum í síauknum mæli með margvísleg innkaup. mbl.is/Hákon

Tuttugu og fjórum hefur verið sagt upp hjá Heimkaupum vegna efnahagsástandsins í þjóðfélaginu.

Ber þar helst að nefna hina þrálátu verðbólgu, ítrekaðar vaxtahækkanir og kraftmiklar launahækkanir síðustu kjarasamninga, að sögn Pálma Jónssonar, framkvæmdastjóra Heimkaupa. 

Hann segir í skriflegu svari við fyrirspurnum mbl.is að almenningur haldi að sér höndum í síauknum mæli með margvísleg innkaup.

Aldrei auðvelt að fara í uppsagnir

„Þetta er ekki auðvelt rekstrarumhverfi og því fórum við ítarlega í saumana á öllum þáttum í rekstri fyrirtækisins og er niðurstaðan sú að við höfum ákveðið að fara í öfluga endurskipulagningu á rekstrinum hjá okkur.

Fylgikvillar endurskipulagningar sem þessari fylgja því miður uppsagnir sem er aldrei auðvelt að fara í,“ segir Pálmi.

Hafi því þurft leggja niður 24 stöðugildi.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK