SaltPay breytir um nafn og verður Teya

Jónína Gunnarsdóttir, forstjóri Teya.
Jónína Gunnarsdóttir, forstjóri Teya. Ljósmynd/Aðsend

Fjártækni- og greiðsluþjónustufyrirtækið SaltPay hefur tekið upp nýtt nafn og heitir nú Teya. Tekur þetta til alls reksturs fyrirtækisins bæði hér á Íslandi og á starfsstöðvum þess í Evrópu. SaltPay varð til úr greiðsluþjónustufyrirtækinu Borgun fyrir nokkrum árum.

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að Teya horfi til þess að styðja við einfaldleika í rekstri lítilla og meðalstórra fyrirtækja er viðkemur þeim hugbúnaði sem notaður er. Á það bæði við um rafræn sölukerfi, greiðsluuppgjör, samþættingu við hugbúnað þriðja aðila og þjónustuvef.

Auk þess að reka greiðsluþjónustu hafði SaltPay meðal annars fjárfest í félögunum Dineout, Noona og Salescloud.

Haft er eftir Jónínu Gunnarsdóttur, forstjóra Teya á Íslandi að fyrirtækið sé með þriðjung allra fyrirtækja á landinu í viðskiptum. „Við tókum miklum framförum á síðasta ári og náðum góðum árangri í rekstri félagsins hér á landi – bæði hvað varðar arðsemi en ekki síður með því að fjölga viðskiptavinum okkar um 20% í hópi lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Við erum nú bakhjarl nærri þriðjungs allra fyrirtækjaeigenda í landinu og erum við mjög spennt fyrir næsta kafla í sögu fyrirtækisins undir merkjum Teya.“

Teya býður m.a. upp á greiðsluþjónustu.
Teya býður m.a. upp á greiðsluþjónustu.
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK