Ljósleiðarinn verði einkavæddur að hluta

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Einar Þorsteinsson og Dagur B. Eggertsson sátu …
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Einar Þorsteinsson og Dagur B. Eggertsson sátu öll í stýrihópnum sem nú leggur til að Ljósleiðarinn verði einkavæddur að hluta. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rýnihópur borgarráðs hefur fallist á að Ljósleiðarinn, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur (OR), verði einkavæddur að hluta til með allt að 11 milljarða króna hlutafjáraukningu.

Þetta kemur fram í umsögn rýnihópsins sem lögð var fram í borgarráði í gær. Einnig kemur fram að stjórn OR sé tilbúin að leggja félaginu til aukið fjármagn samhliða hlutafjárkaupum þriðja aðila.

Rýnihópurinn var skipaður á síðasta ári eftir að Ljósleiðarinn hafði gengið til samninga um kaup á grunnneti Sýnar fyrir um þrjá milljarða króna. Þá var orðið ljóst að félagið myndi þurfa á auknu fjármagni að halda en ráðist var í dýra lántöku til að fjármagna kaupin. Fram kemur í umsögn rýnihópsins að Ljósleiðarinn hafi meinað hópnum aðang að samningi félagsins við Sýn.

Spurður um það hvort Ljósleiðarinn hafi átt í samskiptum við fjárfesta um mögulega aðkomu þeirra að félaginu segir Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans, að margir áhugasamir aðilar hafi haft samband en að jákvæð afgreiðsla eigenda sé forsenda þess að umboð fáist til viðræðna af hálfu félagsins.

Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, hefur ekki svarað fyrirspurn Morgunblaðsins um störf hópsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK